Sellerýrótar múss

Það sem til þarf er:

f. 8-10

2 sellerýrætur, skrældar og skornar í stóra bita

400 gr. kartöflur, skrældar og skornar í stóra bita

Salt

Timian

2 dl mjólk eða matr.rjómi

Smjör

Salt og pipar

Smáveigis sítrónusafi

Svakalega gott meðlæti með svínakjöti og lambi og eiginlega hverju sem er, svona eins og spari kartöflumúss

Sellerýrótarmúss:

Kartöflurnar og sellerýrótin eru soðnar í söltu vatni og timian þar til þær eru meyrar. Vatninu er hellt af en 1-2 dl af því er geymdur. Kartöflurnar og sellerýæturnar eru maukaðar á meðan þær eru heitar, með smjöri og mjólk og etv. svolitlu af soðvatninu. Smakkað til með sítrónusafa, salti og pipar. Má gera daginn áður eða viku fyrr og frysta.

Verði þér að góðu :-)

Ég mæli með:

Æði!