Panini með steiktum eplum og Brie

Það sem til þarf er:

f. 2

1 grænt epli, kjarnhreinsað og skorið í þunna báta

4 sneiðar gott múslibrauð með rúsínum

1 Bónda Brie, í sneiðum

2 msk. pecan hnetur grófsaxaðar

Smör

Glært hunang

Kanell

Mér finnast djúsí samlokur svo mikið nammi.  Þessi er skemmtileg tilbreyting frá gömlu góðu skinkunni og ostinum, sem maður sporðrennir svo oft. 

Svona er farið að:

Ofninn er hitaður í 200°C.  Eplabátarnir eru settir á smurða bökunarplötu og bakaðir í 15-20 mín. þar til þeir meyrna og karamellast (eða láta þá malla í smá smjöri á pönnu).  Samlokugrillið er hitað á miðlungshita.  Múslibrauðsneiðarnar eru smurðar með smjöri og smá kanel er stráð yfir tvær þeirra. Síðan er ostinum jafnað á sneiðarnar með kanelnum og eplunum raðað þar ofaná ásamt pecanhnetunum, svo er glæru hunangi drussað yfir að vild.  Hinar sneiðarnar eru lagðar ofaná  og samlokan grilluð þar til hún er gegnheit og osturinn er farinn að bráðna.  Ekki verra að hafa smá hunang á kantinum til að dýfa heitri samlokunni í.

Verði þér að góðu :-) 

Sæt og góð 🧀🍏🫘