Gróft rúnstykki fyllt með kryddjurtaeggjaköku

Það sem til þarf er:

f. 2

2 gróf rúnstykki

4 egg, aðskilin

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

90 ml mjólk

3 msk. blandaðar kryddjurtir (t.d. graslaukur , steinselja eða oregano)

2 msk. smjör

2-3 msk. majones, heimagert eða keypt

Nokkur græn salatlauf

Mosfellingur í dag :-)

Heilsuvin í Mosfellsbæ, bað mig að gefa uppskrift af hollu og góðu nesti til að hafa í farteskinu. Það var auðvelt, þar sem við erum svo heppin, að hafa mikið af góðu hráefni við höndina í heimabænum

okkar.

Svona geri ég:

Grillið í ofninum er hitað. Eggjarauðurnar eru þeyttar léttar og ljósar með gaffli, síðan er mjólkin þeytt útí ásamt salti og pipar. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og hrærðar varlega útí eggjamjólkina ásamt kryddjurtunum. Smjörið er brætt á pönnu á miðlungshita og eggjahræran steikt, þar til hún er gyllt og farin að stífna. Þá er pönnunni stungið undir grillið og eggjakakan látin hefast og bakast á yfiborðinu. Endunum á eggjakökunni er velt inn á miðjuna og henni rennt af pönnunni og skorin í tvennt. Rúnnstykkið er smurt með majonesinu og salatlaufum komið fyrir á neðri helmingnum, ásamt eggjakökunni síðan er toppnum þrýst létt ofaná. Pakkað í matarfilmu, stungið í hnakktöskuna eða bakpokann og haldið á vit ævintýranna.

Verði þér að góðu :-)

Fínt á fjöllum :-)