Tómat galette

Það sem til þarf er:

F. 2

2 plötur af smjördeig

2-4 msk. Dijon sinnep

2-3 mjög vel þroskaðir tómatar

Sjávaralt og nýmalaður svartur pipar

Rifinn parmesanostur

Kaldpressuð ólífu olía

Laufin af 2 basilgreinum, rúllað upp og skorin í þunnar sneiðar

Ef þig vantar léttan, en huggulegan einfaldan hádegisverð, þarftu ekki að leita lengra. Tómat galette, er dásemd, sem er bökuð úr smjördeigi, krydduð með sinnepi, með þroskuðum tómötum og basil ofaná. Þetta er líka mjög sniðugur forréttur, en þá mega þær vera aðeins minni. Endilega fáði þér eina galette :-)

Svona geri ég:

2 plötur af smjördeigi eru afþýddar. Ofninn er hitaður í 200°C og bökunarpappír er settur á bökunarplötu. Deigplöturnar eru settar á miðja plötuna og smurðar með góðu lagi af sinnepi, en skilja eftir ca. 1 cm kant ósmurðan. Ekki vera nísk á sinnepið. Tómatarnir eru skornir í miðlungsþykkar sneiðar og raðað ofaná sinnepið, saltaðir og pipraðir. Stungið í ofninn og bakað í 20-25 mín., þar til deigið hefur lyft sér og orðið gyllt og stökkt og tómatarnir vel bakaðir. Parmesanostur rifinn yfir og nokkrum dropum af góðri kaldpressaðri ólífu olíu drussað ofaná, síðan er basillaufunum dreift yfir. Gott að bera fram með rauðvínsglasi.

Verði þér að góðu :-)

Léttur og ljúfur lunch 🍅