Steinselju olía

Það sem til þarf er:

3-4 litlar krukkur

3 búnt ítölsk steinselja

1/2 tsk. salt

4 dl góð ólífu olía

Þó að það sé oftast til steinseljubúnt í ísskápnum mínum, þá er eitthvað við þessa olíu sem gefur aðeins meira og fyllra bragð, sem er ótrúlega gott. Hún er góð ofaná pizzu, útí sósur og gefur mörgum súpum fyllra bragð, og fallegar grænar bragð perlur sem fljóta ofaná. Það er líka gott að velta ofnsteiktu grænmeti uppúr olíunni eftir steikingu og fleira og fleira....

Svona geri ég:

Það varla tekur því að tala um hvað þarf að gera, einfaldara verður það ekki. Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Sett í 3-4 litlar, sterilar krukkur. Geymist í 2 mánuði í ísskáp.

Verði þér að góðu :-)

Grænt er gott!