Laxakæfa

Það sem til þarf er:

F. 6

300 gr. reyktur ax

125 gr. smjör brætt

2 box sýrður rjómi

2 matarlímsblöð

Sjavasalt og nýmalaður svrtur pipar

100 gr. rauður kavíar í dós + meira til að skreyta með

Meðlæti:

Chantilly sósa

Sítrónubátar

Ristað brauð

Smjör

Þessi fallega og góða laxakæfa er úr smiðju mömmu. Hún hefur oft gert hana í gegnum árin, þegar við höfum verið boðin í hátíðarmat hjá henni. Ég mæli virkilega með henni sem forrétti, hún er falleg og einföld. Endilega prófaðu :-)

Svona gerir mamma:

Laxinn er skorinn í litla bita og settur í blandara með brædda smjörinu og sýrða rjómanum. Matarlímið er bleytt upp í köldu vatni og síðan leyst upp í 2 msk. af sjóðandi vatni. Matarlíminu er bætt út í laxamaukið, í smá skömmtum, svo það blandist mjög vel saman við. Smakkað til með salti og pipar. Kavíarnum er hrært varlega út í maukið. Form er klætt að innan með plast filmu. Maukinu er hellt í mótið og jafnað út, það er gott að banka forminu nokkrum sinnum í borðið, svo það fari allt loft sem gæti verið í maukinu fari upp, svo það veri ekki göt í kæfunni. Síðan er plast breytt yfir formið, sett í kæli yfir nótt. Plastið er tekið ofan af forminu og því er svo hvolft á fallegan disk, plastfilman er tekin af kæfunni og hún skreytt. Borin á borð með Chantilly sósu, sítrónubátum og ristuðu brauði og smjöri.

Verði þér að góðu :-)

Dásamleg 💞🥂