Hot chili pecans & trönuber

Prentvæn útgáfa

Það sem til þarf er:

1 msk. olía

200 gr. pecan hnetur

1/4 tsk. Hot pepper sauce

1 1/2 tsk. taco krydd mix

1 tsk. nýmalaður svartur pipar

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. cumin

1/4 tsk. oregano

100 gr. þurrkuð trönuber

Gott að eiga í skál ef von er á gestum eða fyrir þig með ísköldu öl- eða hvítvínsglasi..

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Olíunni og piparsósunni er blandað saman í skál og hnetunum velt uppúr blöndunni. Í annarri skál er þurrkryddinu blandað saman og því hræt saman við hneturnar þangað til allt er vel blandað saman. Heturnar eru settar á bökurnarplötu og bakaðar í 12 mín., en passaðu að velta þeim á plötunni á 5 mín., fresti svo þær brenni ekki. Þegar þær eru komnar úr ofninum er trönuberjunum blandað saman við (á plötunni svo allt kryddið fari með). Þær eru frábærar heitar en ekki síðri kaldar.

Verði þér að góðu :-)

Hot n´spicy!