Saltkjöt og baunir

Það sem til þarf er:

F. ca. 4

1 poki gular baunir

Um 2 kg. saltkjöt, fitumagn eftir þínum smekk ( svolítið feitt fyrir mig)

Meðlæti:

Íslenskar rauðar kartöflur, rófur og gulrætur

Auðvitað eru til margar útfærslur af þessum gamla góða rétti. Mörg heimili eru örugglega með sína sérútgáfu af honum, sem þau elska. Að mínu mati og minna heimilismanna, eru þetta bestu salkjöt og baunir í heimi, gerða eins og hún Anna Kristmundsdóttir, amma mín gerði, en hún fæddist árið 1900 vestur í Skálavík. Eftir hennar dag, var ég svo heppin að eignast fallega pottinn hennar sem hún eldaði svo margt gott í, en hún kenndi mér að búa þær svona til, í pottinum góða og ég hef ekkert poppað þær upp eða breytt, enda er ég ekki mikið fyrir að breyta því sem mér finnst fullkomið. Ef þú hefur ekki búið til saltkjöt og baunir áður, eða átt ekki uppáhalds útgáfu, hvet ég þig til að gefa þessari tækifæri, hún klikkar ekki.

En svona gerði hún Anna Kidda, amma:

Súpan: Baunirnar eru lagðar í bleyti í kalt vatn í mjög stórum potti, kvöldinu áður en á að sjóða þær. Passa að vatnið fljóti vel yfir baunirnar. Morguninn eftir er vatni bætt í pottinn ef þarf og suðan látin koma upp á baununum, froðunni sem kemur við suðuna er fleytt ofan af og henni hent, látið malla í um 1 klst. þar til baunirnar eru og hrært í við og við.

Saltkjötið: Það er góð regla að smakka kjötið áður en það fer í pottinn til að vita hversu salt það er og skola það vel, eða jafnvel leggja það í bleyti í smátíma, í kalt vatn í vaskinum, ef það er mjög salt, það er betra að salt súpuna aðeins, ef þarf heldur en ef hún er of sölt í grunninn. Kjötið er sett út í súpuna, suðan látin koma upp og kjötið soðið rólega í súpunni í 40-60 mín., það þarf örugglega að athuga vatnsmagnið í pottinum og hræra í við og við svo baunirnar brenni ekki í botninum. Ef þú hefur tækifæri til að elda saltkjötið og baunirnar að morgni eða kvöldinu áður, mæli ég eindregið með því, vegna þess að þetta er einn af þeim réttum, sem er batnar við það að standa og kólna, til að jafna sig og svo hita upp aftur (ath. ekki taka kjötið upp úr súpunni). Þegar þú hitar hana upp aftur, er gott að athuga hversu þykk og sölt súpan er, og laga hana til eftir þörfum þegar hún er hituð aftur og bæta í hana vatni ef hún er mjög þykk, þegar hún er komin á diskinn, byrjar hún að síga saman og þykkna. Svo eru nauðsynlegt að sjóða upp á nóg af soðnum rófum, kartöflum og gulrótum með. Ekki gleyma að hafa víðu buxurnar með mjúku teygjunni, við höndina til að skella sér í eftir matinn, allar líkur á ofáti ;)

Verði þér og þínum að góðu :-)

Sjúklega gott ;-J