Damper með feta, spínati og pipar

Það sem þarf er:

2 lítl brauð

520 gr. hveiti

1 1/2 tsk. lyftiduft

1 msk. salt

1 tsk. svört piparkorn, marin gróft

1 msk. sykur

40 gr. smjör

1 bolli feta ostur, mulinn, en ekki of smátt

1 poki spínat, ef laufin eru mjög stór er ágætt að skera þau aðeins í sundur

1/2 bolli AB mjólk

Ca. 1 bolli vatn

Þessi uppskrift kemur langt að, alla leið frá Ástralíu.  Það má örugg-lega leika sér mikið með bragðefnin og ostategundina sem er notuð í uppskriftina, leyfðu því ímyndunaraflinu að leika lausum hala og hvað er til í ísskápnum og þarf að nýta :-)

En svona bökum við Damper:

Ofninn hitaður í 210°C.  Hveiti, lyftidufti, salti, sykri og pipar er blandað saman í stóra skál.  Olían af ostinum er látin leka að mestu af, svo er ostinum blandað saman við, spínati ásamt AB mjólkinni og nógu af vatni til að deigið verði mjúkt og svolítið klístrað.  Deginu er svo hellt á hveitistráð borð, skift í tvennt og hnoðað í kúlur.  Jólakökuform (um 29x11 cm) er smurt að innan og deigkúlunum komið fyir í forminu.  X er skorið ofaní hverja kúlu og svo er deigið smurt með AB mjólk og hveiti stráð yfir, bakað í 30-40 mín

Það er gott að láta brauðið standa í smástund áður en það er skorið.  Þetta brauð er upplagt að hafa með mat, svo er sniðugt að skera afganginn í sneiðar og frysta, stinga svo sneið í samloku brauðristarpokana og hita sér sneið i hádegismat eða þegar löngunin í nýbakað brauð hellist yfir þig.

Veði þér að góðu :-)

      Hollt og gott 💚