Zucchini og Ricotta kökur

Það sem til þarf er:

f. 4

1/2 bolli Ricotta ostur, eða sama magn af Kotasælu+1 msk. rjómaostur

2 stór egg

2 msk. steinselja, söxuð

2 hvítlauksrif, marin

1/2 tsk. sítrónubörkur, rifinn

3 meðalstór zucchini, rifin á rifjárni

Salt og pipar

Tæplega 2 bollar af brauðmylsnu (best er að mala dagsgamalt gott brauð)

Olía til að steikja uppúr

Til að bera fram með:

Sítrónubátar

Þetta eru mjög góðar kökur, og minna mál að búa til en ég átti von á. Mér fannst þær góðar bæði sem forréttur og líka sem léttur hádegisverður.

Svona er farið að:

Ef þú færð ekki Ricotta ost, eins og ég, þegar ég prófaði þessa uppskrift, er svo til enignn munur ef þú notar blöndu af Kotasælu og rjómaosti. Það er ágætt að láta leka vel af Kotasælunni í sigti, ef þú notar hana. Annars, þá blandarðu saman osti, steinselju, hvítlauk, sítrónuberki og eggjum í stóra skál. Zucchiniið er þvegið vel og endarnir skornir af, svo eru þau rifin á rifjárn. Mér finnst best að rífa þau í stórt sigti og pressa sem allra mestan vökva úr þeim áður en þú blandar þeim saman við eggin og ostinn, svo er saltað og piprað og um 1 bolla af brauðmylsnu áður en þú blandar þeim saman við eggin og ostinn, svo er saltað og piprað og um 1 bolla af brauð-mylsnu blandað saman við, eða þangað til deigið er ekki alltof blautt. Síðan mótarðu kökur úr deiginu og veltir þeim uppúr restinni af brauðmylsnunni. Þetta gerir ca. 15 kökur sem eru hver ca. lófastór. Olía er hituð á pönnu og kökurnar steiktar við meðalhita í 4 mín. á hvorri hlið (snúa einu sinni, ekki velta þeim of mikið). Það er ágætt að hafa ofninn heitan og bökunarplötu tilbúna til að setja kökurnar á og halda þeim heitum á meðan þú klára að steikja úr deiginu. Bornar fram með sítrónubátum.

Verði þér að góðu :-)

Stökkar en fluffý :-)