Gratíneraðar gulrætur

Það sem til þarf er:

f. 8-10 manns, það er auðvelt að minnka uppskriftina

2 msk ósaltað smör

1 msk.olífu olía

1 rauðlaukur, saxaður

1 1/2 kg gulrætur, skrældar og skáskornar í 3-4 bita hver

2 dl rjómi

1 msk Dijon sinnep

2 msk steinselja, söxuð

2 tsk. timian

2 1/2 dl grófmalað brauð, t.d. snittubrauð

2 dl rifinn sterkur cheddar ostur

Salt og pipar

Ný leið til að poppa upp gömlu gulrótina. Hægt að gera áður og stinga í ofninn þegar þú vilt.

Svona ferðu að:

Ofninn er hitaður í 180°C. Eldfast fat er smurt að innan. Olían er hituð á pönnu, laukur og gulrætur eru látin malla saman á vægum hita í 7-10 mín., saltað og piprað. Sinnepi og rjóma er bætt á pönnuna og mallað áfram í 5 mín. Smjörið er brætt og blandað saman við brauðið, steinseljuna og timianið. Gulrótarblandan er sett í eldfasta mótið, osturinn fer þar ofaná, svo er krydduðu brauðmylsnunni jafnað yfir. Bakað í ofni í 30 mín., eða þar til kominn er fallegur litur á gratínið og það er fullbakað. Mjög gott með allskonar steikum.

Verði þér að góðu :-)

Gullan á glænýjan hátt 🥕