The French Dip samlokan

Það sem til þarf er:

F. 5-6 ca.

Nautakjötið:

1 kg. heill nauta innanlærisvöðvi

Ólívu olía

 Montreal Steak Seasoning

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Sósan:

1/2 bolli majónes

1 heill hvítlaukur

1-2 msk. fersk rifið piparrót

1-2 vorlaukar, fínt saxaðir

Fínrifinn börkur af og safinn af 1/2 -1 sítrónu

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Laukurinn:

6 stórir laukar, skornir í tvennt, síðan í meðalþykkar sneiðar

2 msk. sykur

Sjávarsalti og nýmalaður svartur pipar

 Smjör og avocado olía til að steikja úr

Soðið:

2 L nautasoð í fernu eða heimagert

Ca. 5 tsk. Fond, nautakraftur

Ca. 2 msk. þurr Vermouth

Ca. 2 msk. Worchester sauce

4-5 greinar ferskt timian

Nýmalaður svartur pipar og salt, ef það þarf

Meðlæti:

Baguette eða langlokubrauð

Smjör til að smyrja brauðið með

Enskt sinnep frá Coleman´s

Bragðmikill ostur ef þú vilt

Þú átt eftir að slá í geng þegar þú býður upp á þessa samloku í sumar. Ímyndaðu þér, baguette brauð skorið í tvennt, létt grillað  á smurðu hliðinni, síðan með sterku sinnep, svo kemur krydduð hvítlauks/piparrótarsósa, þykkt lagi af þunnskornu nautakjöti, svo kemur lag af sætum lauk og ostur, ef þú vilt fara alla leið.  Svo tekur þú samlokuna þína í hendina og dýfir henni í volgt kryddað soð og bítur svo í.  Algjör bragð sprengja í munninum.  Ekki láta uppskriftina flækja málin fyrir þér, hún er mjög einföld og það er hægt að gera allt daginn áður, þess vegna.   Þetta er klassísk samloka, sem margir hafa gert sína útgáfu af, þetta er mín. Það eina sem þarf að gera á deginum, er að skera kjötið og grilla brauðið, rétt áður en á að borða.  Það er auðvelt að stækka eða minnka uppskriftina.  Þú mátt ekki láta þessa fara fram hjá þér, endilega prófaðu hana;-)

Svona geri ég:

Nautakjötið:  Best er að taka kjötið úr ísskápnum morguninn sem þú ætlar að steikja það.   Kjötið er þerrað vel með pappír og smurt með olíu og kryddað vel með kryddinu, salti og pipar, plast sett yfir kjötið og það látið standa á borðinu, þar til á að steikja það.  Ofninn er hitaður í 180°C og kjötmæli stungið í miðjan vöðvann.  Vöðvinn er settur á ofnplötu með álpappír á og því stungið í ofninn og steikt þar til mælirinn sýnir 53-55°C hita í miðjunni, þá færðu fullkona steikingu á nautið.  Tekið úr ofninum og látið jafna sig í minnst 30 mín., þú getur líka steikt kjötið daginn áður og haft það við stofuhita.  Ef þú átt rafmagns áleggshníf, er frábært að skera kjötið í meðalþykkar sneiðar með honum, þegar á að bera það fram, annars er það skorið með mjög beittum hníf og raðar fallega á disk.

Sósan:  Hvítlauknum er pakkað í ápappír og hann bakaður í ofninum í um 30 mín.   Hann er látinn kólna, síðan er álpappírinn tekinn utan af honum og hvítlaukurinn kreistur úr hýðinu á disk.  Majónesið er hrært upp  í skál og hvítlauk, kryddjurtum og kryddi bætt út í, ásamt sítrónu og berki og smakkað til með salti pipar og meira kryddi ef þarf.  Geyma í ísskáp þar til á að nota hana.  

Laukurinn:  Blanda að avocado olíu og smjöri er hitað á stórri pönnu og laukurinn steiktur rólega í um 10-15 mín., hann er saltaður og pipraður og steiktur þar til hann er orðinn mjög mjúkur og farinn að karamelliserast.  Þá er Vermouth, Wochestershire sósu, púðursykri og timian bætt út í og laukurinn er látinn malla í vökvanum, þar til hann er gufaður upp.  Smakkað til.  Má gera daginn áður.

Soðið:  Soðið er sett í pott.  Ég set ca. við annað sem á að fara í soðið, þar sem soð í fernum er svo mis mikið kryddað og mis salt.  Prófaðu þig áfram þar til þú ert komin með kröftugt soð.

Samsetning:  Hver og einn setur sína samloku saman. Brauðið er skorið í tvennt eftir endilöngu á ská og smurt með þunnu lagi af smjöri á báðum hliðum.  Grillað á smurðu hliðunum.  Coleman´s sinnepi er smurt á annan helminginn, síðan eru nokkrar sneiðar af nautakjöti lagðar á brauðið, síðan gott lag af sósu, ostsneið og í lokin laukurinn, síðan er lokað með hinum brauðhelmingnum.  Skál með heitu soði er sett á hvern disk, svo þegar þú ert búin að setja þína samloku saman, þá dýfir þú skáendanum á henni ofan í soðið og bítur í.  Ískaldur bjór er fullkominn með.

Verði þér að góðu :-)

Nautakjötið

Sósan

Laukurinn

Soðið

Samsetningin

Þú gleymir þessari seint 😘🥖💃