Áramót 2017
Það sem til þarf er:
Í 8-10 lítil glös
Í passion fruit sósuna og rjómann:
11 stk. passion fruit
1 1/2 msk. sykur
2 1/2 dl rjómi
Í súkkkulaði mússina:
150 gr. 70% súkkulaði
2 1/2 dl rjómi
1 1/2 msk. þurrkað passion fruit duft (má sleppa)
Í marengsinn:
3 eggjahvítur175 gr. sykur
Þurrkað passion fruit duft, til skrauts
Áramótadesertinn minn 2017 var þessi gómsæta og fallega súkkulaðimúss með passion fruit rjóma og marengs toppi. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli er, að hægt sé að gera eftirréttinn fyrir Gamárskvöld, helst daginn áður að mestu leyti, þó það sé eftir að gera eitthvað smávegið í lokin. Það er nóg að gera hvor sem er. Ég hef skammtinn af eftirrétti á mann yfirleytt ekki stóran, af fenginni reynlu. Við erum að borða svo mikið af allskonar góðgæti, að það er óþafri að ofgera hlutunum. Við viljum fá eihtthvað sætt, sem er fallegt, en ekki of mikið magn af. Þessi eftirréttur gerir þetta alllt. Endilega prófaðu.
Svona geri ég:
Passion fruti maukið: Passion fruitið er skorið í tvenn og aldinkjötið er skafið út með skeið og sett í blandara. Þeytt í augnablik svo aldinmaukið losni aðeins í sundur án þess að steinarnir maukist. Maukið sett í stigi og allur safi pressaður úr því í pott og hitað með sykrinum á meðalhita þar til sykurinn er uppleystur og maukið farið að þykkna, svo að loði við bakið á sleif, hrært í á meðan. Sett í skál og látið kólna. Fræunum er hent.
Súkkulaðimússin: Súkkulaðið er brotð í bita og sett í pott með 1 dl af rjómanum og passion fruit duftinu, ef þú notar það. Hitað á mjög lágum hita yfir vatnsbaði þar til súkkulaðið er bráðið, kælt í 5 mín., þá er restinni af rjómanum blandað varlega saman við. Rúmlega helmingur af músinni er skipt á milli glasanna og sett í botninn. Þá eru glösin sett í kæli svo mússin stífni aðeins, en restin er látin standa út á borði þar til búið er að setja passion fruit rjómalagið ofaná
Passion fruit rjómalagið: Rjóminn fyrir passion fruit lagið er léttþeyttur, passa að ofþeyta hannn ekki. 2/3 af maukinu er blandað varlega saman við rjómann svo hann verð eins og marmari. Skipt á milli glasanna með dropum af restinni af maukinu á milli. Kælt í smástund og síðan er restin af súkkkulaðimússinni sett ofaná, kælt. Á þessum punkti er gott að stoppa ef þú gerir eftirréttinn 1-2 dögum áður. Plastfilma er sett yfir glösin og þau geymd í ísskáp.
Marengsinn: Eggjahvíturnar og sykurinn eru sett í skál og þeytt yfir vatnsbaði með handeytara í 6-8 mín. þar til hann er farinn að stífna aðeins. Þá er skáin settí kat vatnsbað g þeytt áfram þar til hvíturnar verða mjög stífar ca. 3 mín. Settur í sprautupoka og spraytað í toppa ofana súkkulaðimússina og skreytt með duftinu. Sett í kæli og geymt. Þegar á að bera á borð, eru glösin tekin út úr ísskápum 20 min. áður, svo mússin taki sig.