Confit andalæri með saltbakaðri steinsejurót

Það sem til þarf er: 

  F. 4

Andalærin:

8-12 andalæri

Salt

1/2 kg. andafita, eða góð olía

4 skarlottulaukar

1 gulrót

1/2 steinseljurót

1/4 sellerírót

2 lárviðarlauf

Saltbakaða sellerírótin:

3/4 sellerírót

2 stórar bökunarkartöfur

1/2 kg. gróft salt

75 gr. smjör

Nýmalaður svartur pipar

Þessi skemmtilegi réttur er alveg frábær.  Ég er svo hrifin af confit andalærum, sérstaklega ef þú gerir þau sjálf, frá grunni.  Ég hef aldrei saltbakað neitt, fyrr en nú og ég var mjög hrifin af útkomunni.  Ég skora á þig að prófa :-)

Svona geri ég:

Andalærin:  Ofninn er hitaður í 130°C.  Andalærin eru afþýdd, sett á stórt fat með háum brúnum.  Þau eru síðan söltuð mjög vel, með grófu sjávarsalti, plast sett yfir fatið og þau látin vera í kæli yfir nótt.  Saltið er síðan skolað mjög vel af lærunum og þau þerruð vel.  Lærin eru sett í einföldu lagi í botninn á rúmgóðum ofnpotti, með loki.  Skarlottulaukurinn er skrældur og skorinn í tvennt, gulrótin, steinselju- og sellerírótin eru skornar gróft og öllu dreift í pottinn ásamt lárviðarlaufinu.  Andafitan er hituð þar til hún verður fljótandi, henni er síðan hellt yfir lærin og grænmetið.  Bökunarpappír er lagður þétt yfir lærin og lokið sett á pottinn og honum stungið í ofninn og bakað í 3 tíma.   Potturinn tekinn úr ofninum og hann opnaður og pappírinn tekinn ofan af.  Lærin eru tekin upp úr fitunni og sett á disk. Þú getur gert þetta fyrr um daginn og síðan klárað að steikja lærin, rétt áður en á að borð þau, eða haldið áfram og klárað að brúna þau á pönnu strax.  

Saltbakaða sellerírótin:  Sellerírótin og kartöflurnar eru þvegnar vel, sellerírótin er skorin í tvennt, en kartöflurnar eru í heilu.  Öllu er pakkað þétt í þykkt lag af álpappír, með saltinu.  Bakað í 60-80 mín.  Þegar rótin og kartöflurnar eru fullbakaðar, er álpappírinn tekinn utan af ásamt hýðinu af rótinni og kartöflunum, allt sett í matvinnsluvél og maukað með smjörinu og kryddað til með pipar.  Borin farm með andalærunum.

Verði þér að góðu :-)

Andalærin

Saltbakaða sellerírótin

Yndislegur réttur 🦆💛