Sæt og sterk sinnepsdressing
Það sem til þarf er:
Það sem til þarf er:
1 lítil krukka
1 lítil krukka
1 dl ólívu olía
1 sóló hvítlaukur
1 rautt chili
1 msk. gróft Dijon sinnep, eða venjulegt
1 tsk. pönnuköku síróp
Sítrónusafi
Sjávar salt og nýmalaður pipar
Þessi dressing er rosalega góð, hvort sem er með grillaðri hörpuskel, skelfiski salati eða góðu bacon og eggja salati. Hún geymist vel í ísskápnum og er mjög einföld. Endilega prófaðu ;-)
Svona geri ég:
Svona geri ég:
Chili-ið er fræhreinsað og saxað smátt, ásamt hvítlauknum. Sett í skál ásamt sinnepi og sírópi, hrært vel saman. Olíunni er hellt rólega útí á meðan þú pískar dressinguna stöðugt, á meðan hún þykknar og verður samfelld. Smökkuð til með sítrónusafa og kryddum.
Verði þér að góðu ;-)
Verði þér að góðu ;-)
Sjúklega góð 🌶️🧄
Sjúklega góð 🌶️🧄