Súrsætur rauðlaukur með hnetum, chili og rúsínum

Það sem til þarf er:

f. 8-10

6 rauðlaukar, skornir í geira

50 gr. rúsínur

3 msk. ólífuolía

5 msk. sykur

1 dl hvítvín

1 dl kjúklingasoð

Salt og pipar

3 msk. sherrýedik

50 gr. ristaðar cashew hnetur)

1/2 rautt chili, fínsaxað með fræum

Mér finnst eins og allir elski þetta meðlæti með steikum, af öllu sortum ;-) Allavega klárast laukurinn alltaf.

Svona geri ég:

Rúsínurnar eru lagðar í bleyti í volgt vatn í smástund. Cashew hneturnar eru ristaðar á pönnu og settar til hliðar. Laukurinn er afhýddur og skorinn í geira svo hann hangi saman á rótinni, alls ekki of smátt. Sykur, olía, soð, chili og laukur er sett á stóra pönnu og látið sjóða á meðalhita þar til vökvinn er gufaður upp, hrært í af og til. Þá er laukurinn látinn brúnast aðeins, síðan er hitinn hækkaður hvítvíninu og edikinu bætt á pönnuna og það látið krauma í smástund. Smakkað til með salti og pipar. Má frysta eða geymist í kæli yfir nótt.

Verði þér að góðu :-)

Ég mæli með:

Klárast alltaf 🙄🧅