Primavera minestrone

Það sem til þarf er:

F. 4-5

2 dósir af blönduðum baunum

4 msk. extra virgin ólífu olíu

3 vorlaukar, skáskornir í sneiðar

100 gr. grannar púrrur í sneiðum

1 stórgulrót í sneiðum

1 tsk. fennelfræ

Gróft sjávarsalt

3 hvítlauksrif í sneiðum

1 1/2  L af góðu kjúklingasoði

100 gr. smátt pasta, eins og t.d. Orso

100 gr. frosnar grænar buanir

2 baby gem salathausar, skornir í sneiðar

Vor pesto:

Stór handfylli af fersku basillalaufi

1/2 lúka af ferskri steinselju

1 tsk. þurristaðar furuhnetur

 40 gr. fínrifinn parmesan ostur

1 stórt hvítlauksrif, grófsaxaður

1+3 msk. extra virgin ólífu olía

Primavera... eða vorið er svo dásamlegur tími.  Allt er að vakna til lífsins aftur eftir veturinn, sem er orðinn ansi þreytandi hér á landi allavega í apríl....  okkur langar þá í hlýrri daga. Í útlandinu er flest komið í blóma og fyrsta vorgrænmetið er farið að kíkja uppúr moldinni.   Við ímyndum okkur að við séum á Ítalíu eða á öðrum hlýjum stað sem við höldum uppá og borðum primavera minestro með dásamlegu bragðmiklu pesto og góðu skorpumiklu brauði.

Svona geri ég:

Baununum er hellt í sigti og látið leka vel af þeim. Olían er hituð varlega á stórri pönnu grænmetið, fennelfræin og smá salt er steikt þar til grænmetið er mjúkt.  Þá er hvítlauknum bætt útá pönnuna og steikt áfram í smástund.  Baununum er bætt á pönnuna ásamt soðinu og látið malla rólega í 10-15 min.  Pastað er soðið skv. leiðb. á pakka og siðan látið leka vel að því.  Pastanu er svo bætt útí súpuna ásamtbaununum og baby gem salatinu og látin malla í nokkrar mínutur áfram og svo er hún smökkuð til.  Skeið af dásamlega pestoinu dreginn í  gegnum súpudiskinn hjá hverjum og einum og  súpan borðuð með góðu skorpumiklu brauði.  

Pestoið1 msk. af olíunni ásamt hvítlauknum er púlsað nokkrum sinnum í blandara, svo er kryddjurtum, hnetum og osti bætt  útí og púlsað þar til allt er vel maukað. Þá er restinni af olíunni hrært útí pestoið.  

Ath. : Ef þú klárar ekki allt pestoið er gott að setja það í glerkrukku og slétta yfirborðið á því og hella ca.  1/2 cm af extra virgine ólífu olíu yfir það og geyma í ísskápnum, geymist ágætlega þannig.

Verði þér að góðu :-)

Primavera pesto

 Vorið er komið 🌱