Dulce de leche

Það sem til þarf er:

2-3 litlar krukkur

1 L nýmjólk (ekki léttmjólk)

300 gr. sykur

1 tsk. vanilludropar

Smá salt

Hvað get ég sagt, rétta stöffið fyrir karamellufíkla. Ég hef alltaf keypt dulce de leche út í búð þegar mig vantar skammt að þessu góðgæti, en nú ákvað ég að láta slag standa og búa hana til sjálf. Virkar ekki mikið mál bara mjólk, sykur og 2 klukkutímar og það er alveg rétt. En, það þýðir ekkert að vera með hugann annarsstaðar á meðan þessa 2 tíma, það er fátt eins rokgjarnt og mjólk í potti á hita, hún er komin út um allt áður en þú veist af. Svo það er gott að nota rólega stund í karamellugerðina, en þeirri stund er vel varið er því lofa ég þér, hún er æði. Prófaðu endilega.

Svona geri ég:

Mjólk og sykur er sett í þykkbotna rúmgóðan pott. Suðan er látin koma upp og hitinn lækkaður og látið malla á lágum hita í 1- 1 1/2 klst. þar til mjólkin fer að dökkna og karamellast, hrært varlega í við og við. Ef það fer að myndast skán á mjólkinni, er henni fleytt af og hent. Eftir fyrsta klukkutímann er gott af fylgjast betur með karamellunni og hræra oftar í pottinum svo það brenni ekki við í botninum. Karamellan dökknar við lengri suðu svo þegar réttum lit er náð (fallega gylltur) er potturinn tekinn af hitanum og vanillu og salti bætt út í. Ég helli henni í gegnum sigti í skál og síðan er hún borin fram með t.d. churros eða hverju sem hugurinn girnist. Ef þú ætlar að geyma karamelluna er hún sett í krukkur og geymd í ísskáp. Hún geymist í 3-4 mánuði í kæli.

Verði þér að góðu :-)

omg.....!