Jólakringla

Það sem til þarf er:

Ca. 8 stk.

2 dl volg mjólk

1dl volgt vatn

60 ml ólívu olía

1 egg

1 eggjahvíta (geyma eggjarauðuna)

2 msk. sykur

1 pakki þurrger

570 gr. hveiti

1 msk. mjúkt smjör (ekki bráðið)

1 tsk. salt

Inn í og ofan á:

Mjúkt smjör til að smyrja inn í kransana 

1 egg og 1 eggjarauða

Sesamfræ 

Grófar sjávarsaltflögur

Hér eru á ferðinni dásamlega góð og falleg brauðkringla, sem er eiginlega svo falleg að ég tímdi varla að borða hanaÉg stóðst ekki freistinguna, enda bara mannleg og ó, mæ,  hvað hún var góð, lungamjúk og löðrandi í smjöri.  Ég skora á þig að prófa, það er nákvæmlega ekkert mál að búa deigið til og svo er skemmtilegt að búa kringluna til.  Aðferðin við að rúlla henni upp er eiginlega svolítið eins og jólaföndur fyrir fullorðna, fun fun :-)

Svona geri ég:

Volgri mjólk, vatni, olíu, eggi, eggjahvítu, sykri og þurrgeri, er hrært saman í stóra skál.  Hveitinu og saltinu er síðan stráð yfir og hrært saman í mjúkt deig.  Smjörinu er hnoðað upp í deigið og deigið hnoðað þar til það er mjúkt og lipurt.  Sett í skálina aftur, plast sett yfir hana og látið hefast á volgum stað í 1 klst. Ofninn er hitaður í 190°C.  Þegar þú tekur deigið úr skáinni er gott að toga það frá jöðrunum á skálinni, inná við og safna deigiðnu saman.  Deigkúlan er hnoðuð út í pulsu og skipt í ca. 8 jafnstóra bita. Hver biti er rúllaður út með kökukefli í aflanga köku.  Hver kaka er smurð með góðu lagi af mjúku smjöri, síðan er skorið með pizzahjóli, langsum upp eftir kökunni án þess að skera deigið í sundur á endunum (sjá mynd).  Síðan er kökunni rúllað saman, á ská (sjá mynd) í lengju og endarnir á lengjunni fléttaðir saman og kringlan  lögð á pappírklædda bökunarplötu.  Þegar þú hefur klárað allar deigkúlurnar, er hreint viskustykki lagt yfir plötuna og kringlurnar látnar hefast í 30 mín.  1 egg og eggjarauðan sem var geymd, eru þeytt saman og penslað yfir kringlurnar, sesamfræum og grófu salti er stráð yfir.  Bakað í 15-20 mín., þar til kringlurnara eru gylltar og fullbakaðar.

Verði þér að góðu:-)

Falla lalla la... 🧑‍🎄