Steik með Chimichurri

Það sem til þarf er:   

 f. 2

2 góðar  ribeye steikur

1/4 bolli extra virgin olía

2 msk. rauðvínsedik

1/2 bolli söxuð ítölsk steinselja

2 msk. saxaður ferskur kóríander

2 msk. fínsaxaður hvítlaukur

1 tsk. þurrkað oregano

1/2 tsk. paprikuduft

1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar

Klípa af chiliflögum

Salt

Meðlæti:

Soðinn ferskur aspas

Sítrónubátar

Ég var að valta því fyrir mér, hvað ég gæti nýtt fersku kryddjurtirnar sem ég á óvenju mikið af í ísskápnum núna.  Þá mundi ég eftir Chimihurri, þessari frábæru Argentínsku sósu, sem er venjulega notuð með grilluðuð nautakjöti.  Oftast er chimichurri eitthvað sem er ofarlega í huganum á sumrin, þegar Webberinn er í fullri keyrslu.  En, er ekki að fara að vora hjá okkur hérna á klakanum???? Ég bara spyr?  Svo ég keypti mér nauta prime sneiðar og steikti á pönnunni í eldhúsinu, grillaði ekki (ófært útí garð) uppúr blöndu af smjöri og ólífuolíu.  Svo sauð ég fersakan aspas, til að hafa með og skar niður sítrónubáta, lean&mean og mettandi :-) 

Einfaldara verður matreiðslan varla: 

Öllu í chimichurrið sett í blandara nema, saltinu og maukað þar til það verður eins mjúkt áferðar og hægt er.  Hellt í skál og saltað eftir smekk.  Borið fram með safaríkri nautasteik, steiktri að þínum smekk.  Það er mjög gott, að mínu mati, að hafa léttsoðinn ferskan aspas með og sítrónubáta.  Rauðvínsglas setur punktinn yfir Iið.

Verði þér að góðu :-)

Með argentínskum blæ 😉