Makríl chowder

Það sem til þarf er:

f. 3-4

Stór klípa af smjöri

1 tsk. olía

4 sellerý stilkar, fínsaxaðir, geyma laufið til að skreyta með

1 laukur, fínsaxaður

3 msk. hveiti

6 dl. mjólk

2 stórar kartöflur, skrældar og skornar í teninga

200 gr. reytkur makríll

200. frosið mais korn

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Meðlæti:

Hvítlauksbrauð

Það er mikið talað um makríl um þessar mundir.  Það er ekki spurning, hann er mjög hollur og við ættum tvímælalaust að borða meira af honum.  É verð að viðurkenna að ég hef ekki borðar mikið af honum, nema úr dós, ofan á brauð. Í þessari súpu er hann reytkur, mér finnsta hann verulega góður. Súpan er æði og ennþá betri með góðu  hvítlauksbrauði. Um að gera að prófa :-)

Svona geri ég:

Laukurinn og sellerýstilkarnir (geyma laufið) eru steiktir í smjörinu og olíunni á pönnu í 5 mín., eða þar til það er mjúkt.  Þá er hveitinu bætt útí og öllu hrært vel saman þar til það er eins og þykkt mauk.  Þá er mjólkinni  bætt útí smám saman og hrært reglulega í þar til vökvinn verður sléttur og kekkjalaus og eins og rjómi á þykkt. Kartöflunum og hlem-ingnum af markílnum er bætt útí mjólkina og látið malla  undir loki í ca. 15 mín., eða þar   til kartöflurnar eru soðnar.  Restinni af markílnum er svo bætt útí, í stórumflögum ásamt maiskorninu og látið malla rólega í 1-2 mín., þar til kornið er heitt og soðið.  Smá vatni er bætt útí ef þér finnst súpan of þykk, smakkað til með smá salti og pipar ef þarf.  Ausið í skálar og söxuðum sellerýlaufum drussað yfir og borið fram með Broddgelti, hvítlauksbrauði.

Verði þér að góðu :-)

Mjög holl og frábær súpa🍲