Lagarfljóts

ormurinn

Það sem til þarf er:

1 tilbúið pizzadeig

Pizzasósa

Pepperoni

Rifinn Mozzarellaostur

Oregano og svartur pipar

2 fylltar ólívur

Ólívuolía og nokkur fersk basilblöð

Grænn matarlitur  

LAGARFLJÓTSORMURINN, góður til síðasta bita.... ;-)

Svona gerum við:

Hita ofninn í 200 °C. Deginu er rúllað í sundur, pappírinn er látinn vera undir deiginu, sósunni er dreift yfir, þá osti, pepperoni og kryddi. Þú getur að sjálfsögðu sett einhvað annað á pizzuna ef þú vilt, smekkur hvers og eins ræður. Síðan er deiginu rúllað upp eins og það væri rúlluterta, og það fært inn á miðjan pappírinn, svo beygir þú það eins og orm. Það er gott að hafa þann hluta sem hausinn á að vera svolítið breiðari en halann og flatari. Svo skerðu 1/3 ofan af ólívunum og þrístir þeim þétt ofaní hausinn svo þær detti ekki af (augun). Basilkan er marin í mortéli eða með bakinu á skeið og blandað við olíuna og nokkrum dropum af matarlit. Olíunni er svo dreypt óreglulega yfir orminn og hann bakaður í ca. 25 mín.

Verði þér að svO0oo góðu =D

            Mmm.... 😈🫣