Pico de gallo

Það sem til þarf er:

f. 4

6 vel þroskaðir tómatar, gróf saxaðir

1 tsk. salt

1 1/2 rauðlaukur, gróf saxaður

1 bolli koriander, grofsaxaður

1 - 1 1/2 jalapeno pipar

Safinn úr 1/2 lime

Salt

Snilldar salsa, kölluð salsa fresca á spænsku, hún er einmitt það, fersk. Hún gefur matnum birtu og neista, svo þú getur næstum því smakkað á regnboganum, ég er alls ekki að djóka ;-J Reyndu að fá sem allra þroskuðustu tómatana sem hægt er að fá. Þá færðu besta bragðið.

Svona geri ég:

Tómatarnir eru grófsaxaðir, settir í sigti yfir skál, 1 tsk. af salti blandað saman við þá. Látið leka af þeim í 30 mín., vökvanum er hent. Öllu öðru er blandað saman og smakkað til með salti. Geymist í kæli í lokuðu íláti í 3 daga.

Verði þér að góðu :-)

Salsa fresca!