Pink grapefruit Margaríta

Það sem til þarf er:

f. 2

100 ml Tequila, gull

60 ml Cointrau

60 ml ferskur lime safi (ca. 2 lime)

200 ml safi úr bleiku grapefuit (ca. 2 stk.)

Sykursýróp, eftir smekk

Klaki

Partý í glasi.... Oooohh já ;-)

Fullt af vítamínum og brakandi ferskleika og liturinn er svakalega flottur. Ertu ekki komin í stuð strax =D

En svona er þetta:

Öllu skuttlað í blandara og þeytt duglega. Það má taka salsaspor á eldhúsgólfinu á meðan, ég mæli eiginlega með því ;-) Til að gera glösin klár þarftu að strjúka brúnina á 2 Margaritaglösum með sneið af grapefruit og setja salt á disk og dýfa glas brúninni ofaní saltið. Svo er fagurbleikum vökvanum skipt á milli glasanna.

Til skrauts:

Margaríta salt

Grapefruit sneiðar

Sykursýróp:

Í sýrópinu eru jöfn hlutföll af sykri og vatni, t.d. 1/2 bolli sykur og 1/2 bolli vatn, sem er soðið við vægan hita þar til sykurinn leysist upp, svo er það kælt.

Njóttu vel :-)

Við erum á sama máli... partýmáli =D