Pulled pork samloka
Það sem þarf er:
1 svínabógur um 2 kg, beinlaus
Rub:
4 msk. salt
1 msk. svartur pipar
300 gr. púðursykur
30 gr. paprika
2-3 greinar timian
4 hvítlauksrif
65 ml rauðvínsedik
1 tærleg msk. cayanne pipar
3 msk ólífu olía
Hamborgarabrauð eða hvít rúnnstykki
Í salatið:
1 msk. heilkorna sinnep
250 gr. majones
60 ml sýrður rjómi
1/2 sítróna, safinn
2 msk. rauðvínsedik
2 tsk. sykur
Salt og pipar
1/2 haus savoy kál, eða hvítkál, fínt skorið
1/2 haus rauðkál, fínt skorið
2 vorlaukar, í sneiðum
2 gulrætur, rifnar
Þessi er FULLORÐINS. Var með svona samlokur fyrir vinina á þrettándanum í hesthúsinu. Ég get fullyrt að þær slóu í gegn.
Svona gerði ég:
Þú byrjar á að skera tíglamynstur í húðina á bógnum. Allt hráefnið í rubið er sett í matvinnsluvél og það er maukað. Bógurinn er svo settur í stórt fat, með beinin niður og maukinu smurt vandlega yfir hann allan, það er ágætt að pikka með hníf í kjötið svo að marineringin nái í gegn, geymt í ísskáp í minnst 5 tíma, helst í sólarhring. Ofninn er hitaður í 170°C, kjötið er tekið úr íssákpnum 1 klst. áður en þú ætlar að steikja það. Bógurinn er steiktur í 3 1/2 tíma óvarinn, húðin verður eins og mahoný á litinn. Kjötið er látið standa í 15 mín. áður en það er skorið og svo tætt með 2 göfflum í samlokurnar. Það er gott að setja allan steikarvökva og marineringu í pott og láta sjóða upp á því og borið fram með samlokunum.
Salatið: Sinnepi, majonesi, sýrðum rjóma, sítrónusafa, ediki, sykri, salti og pipar er blandað saman. Grænmetinu er blandað saman og dressingunni hellt yfir. Má gera 1-2 tímum áður.
Borið fram: Hamborgarabrauðið eða rúnnstykkið er klofið í tvennt, hrúgu af kjöti sett á, síðan sósan, svo salatið og svo efra brauðið. Það er best að borða þessa með höndunum og hafa nóg af servíettum til að þurrka hendurar með. Ískaldur bjór er næstum því nauðsynlegur til að skola góðgætinu niður með.