Osta/timían croutons

Það sem til þarf er:

Allt afgangs brauð sem til fellur

Allir endar af osti sem til falla

Timíangreinar eða þurrkað timían

Sjávarsalt

Olía til að steikja uppúr

Waste not, want not, er enskt máltæki sem kemur oft í hugann þegar ég sé mat í skápunum hjá mér sem er á síðustu metrunum og ég nenni varla að gera neitt við. Að vera nýtinn er dyggð, sem er gott að rækta vel með sér. Þannig að, þarna lá gulur brokkolíhaus, biti af gömlu heimabökuðu brauði og nokkra enda af ostum, sem kölluðu á athygli mína. Svo ég tók mig til og bjó til þessa dásamlegu brokkolísúpu með osta/timían croutons. Allir afgangar nýttir og við alsæl með hádegismatinn :-)

Svona gerði ég:

Ofninn er hitaður i 180°C. Brauðafgangarnir eru skornir í teninga og osturinn er rifinn. Olía er hituð á stórri pönnu og teningarnir ristaðir með timían þar til þeir eru gylltir, síðan er þeim hellt á pappírsklædda ofnplötu og ostinum og sjávarsalti dreift yfir. Þurrkaðir í ofninum í um 10 mín., teknir úr ofninum og velt um plötuna svo osturinn loði vel við þá. Látnir kólna alveg áður en þeir eru settir í klukku. Frábærir á salöt eða ofan á súpur.

Verði þér að góðu :-)

Nammi.... 🙂