Fugl í hreiðri

Það sem til þarf er:

f. 6

6 sneiðar góð skinka

1/4 bolli rifinn ostur ( tilb. rifinn mozzarella og pizza, er góður)

6 egg

6 tsk. gott pestó

6 konfekt tómatar, skornir í tvennt hver

salt og pipar

6 pappírs möffinsform

Meðlæti:

Ristað brauð, smjör og gott marmelaði

Litrikt og fallegt á borði. Ég er búin að gera þennan morgunverð nokkrum sinnum í sumar, í 2 útgáfum. Annars vegar eins og hér í möffinsformi, en líka í tartalettu, báðar leiðir eru góðar. Smá dekur á sunnudegi ;-) Love it!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Pappírsformin eru sett ofaní möffinsformin. Skinkan er sett þétt ofaní botninn og upp á hliðarnar. Ostinum er dreift á milli formanna of 1 egg brotið ofaní hvert, piparð. 2 tómat-helmingar og stungið hjá egginu ásamt 1 tsk. af pestó, saltað yfir. Bakað í 18-20 mín. og látið standa í forinu í 3-5 mín. Þá eru formin tekin úr og raðað á disk. Borið fram með nýristuðu brauði, smurðu með smjöri og besta marmelaðinu þínu. Kaffi eða te, fer svo eftir því hvað þig langar í, á þessum Drottins degi, sem verður frekar latur hjá mér.

Verði þér að góðu :-)

Góðan daginn :-J