Limoncello krem

Það sem til þarf er:

F. 4

3 dl rjómi

2 sítrónur, safinn og rínrifinn börkurinn

70 ml Limoncello

100 gr. sykur

Nokkrar makkarónur

Til að bera fram með, ef þú vilt:

Glas af frosnu Limoncello

Dásamlega ferskt og gott. Ég er svo hrifin af öllu með sítrónubragði og elska að fá glas af ítölsku Limoncello, eftir góðan mat, hvað þá eftirréttur úr Limoncello. Endilga prófaðu :-)

Svona geri ég:

Sítrónurnar eru þvegnar mjög vel. Sítrónusafinn, megnið af sítrónuberkinum og Limoncelloinu, er blandað saman. Rjóminn er þeyttur með sykrinum í stórri skál. Sítrónusafa mixinu er dreift yfir þeytta rjómann og því blandað vel saman við. Skipt á milli fjögurra fallegra glasa og kælt í ísskáp í minnst 1 klst. Makkarónurnar eru muldar yfir glösin og restinni af sítrónuberkinum, borin fram með frosnu Limoncello í kældu glasi.

Verði þér að góðu :-)

Ferskt og lemoný 🍋