Brandy Alexander

Það sem til þarf er:

f.2

2 hlutar Brandý

2 hutar dökkur súkkulaðilíkjör

1 hluti rjómi

1 hluti súkkulaðisýróp

Klaki

Ég hef verið að skoða kokteila uppskriftir, af því mér finnst gaman að fá mér einn góðan fyrir matinn um helgar. Brandy Alexander er gamall og góður kokteill sem bragðast eins ogkonfekt moli.


Svona búum við til nammi:

Öllu skutlað í kokteilhristara og hrist duglega, hellt í 2 skreytt kokteilglös.

Til skrauts:

Barmurinn á kokteilglasi er strokinn með smá líkkjör og glasinu er síðan dýft í kakó.

Súkkulaði krullur:

Mér finnst best að gera kullurnar með beittum ostaskera, passa að súkkulaðið sé ekki of kalt

Happy drinking =D

Alexander =D