Flatbrauð með salami og kúrbít

Það sem til þarf er:

f. 2-3

1 pakki pizza tortillur

1/2 tsk. oregano

2 msk. ólífu olía

1/2 krukka tómatpestó

Nokkrar sneiðar af silkiskorinni salami eða annarri góðri sterkri pylsu

100 gr. sterkur rifinn ostur, t.d. gott að blanda saman tveim tegundum eins og Gouda og Parmesan

Svartur nýmalaður pipar

Ég er eina af þeim sem vil ekki mikið brauð þegar ég fæ mér pizzu. Mér finnast þykku tortillurnar (pizza) vera alveg nóg brauð fyrir mig. Ég er ekki mikið fyrir að búa til pizzadeig sjálf, svo letinginn í mér fær að njóta sín, ekkert að baka eða hnoða ;-Þ Frábært á slöku föstudagskvöldi...

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 220°C. Kúrbíturinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar (á mandolíni ef þú átt það eða langa hnífnum á rifjárninu) og settur í skál með ólífuolíunni og oreganó og því er velt sama með höndunum. Flatbrauðið er lagt á bökunarplötu, síðan smurt með pestóinu, kúrbítnum er raðað á brauðið, síðan salamíið og í lokin er ostinum dreyft yfir. Brauðið er bakað í 5-8 mín., eða þar til osturinn er bráðinn og brauðið gyllt og fallegt. Svartur pipar er síðan malaður yfir í eins miklu magni og þú vilt, persónulega vil ég dálítið.

Verði þér að góðu :-)

Þunn og lekker 🧀🍕