3 föld súkkulaðisæla

Það sem þarf til er:

f. 6-8

150 gr. suðusúkkulaði

40 gr. rjómasúkkulaði

170 gr. smjör

3 egg

245 gr. hrásykur

2 tsk. vanilludropar

150 gr. hveiti

Salt á hnifsoddi

150 gr. hvítt súkkulaði, gróf saxað

Meðlæti:

Blönduð fersk ber

Þeyttur rjómi eða vanillu ís

Mamma bakar, enn og aftur.... :-) 

Þessi dásamlega 3 falda súkkulaðisæla er heint út sagt frábær.  Í henni er allt sem súkkulaði-sjúklinginn dreymir um, hvítt- mjólkur-og dökkt súkkulaði. Hljómar það ekki næstum eins og himnaríki......

En svona bakar hún þessa:

Ofninn er hitaður í 180°C.  Lausbotna form er smut að innan og klætt með bökunarpappír.  Suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði og smjör er brætt saman í potti.  Eggin og hrásykurinn eru þeytt saman, en ekki of mikið, síðan er vanillu-dropunum bætt útí.  Hveitið er sigtað útí eggjahræruna + salti svo er brædda súkkulaðinu bætt útí, og að síðustu grófsaxaða hvíta súkkulaðinu.  Kakan er bökuð i 30-40 mín., og borin fram með ferskum berjum, ís eða þeytum rjóma .....jummy.

Verði þér að góðu :-)

Mamma klikkar ekki 🍒