Bakaður aspas  með Dijon sósu

Það sem til þarf er:

f.  6

2 búnt þykkur, ferskur aspas

1 bolli Panco rasp (eða 2-3 þurrar brauðsneiðar, muldar á milli fingranna)

2 msk. ólífuolía

Gróft sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Sósa:

1/2 bolli majones

1/4 bolli Dijon sinnep

2 tsk. sítrónusafi

Nokkur korn sjávarsalt

Hráefnalistinn er ekki langur.  En það er ok, hann þarf ekk að vera það í þessu tilviki.  Ég er frekar sjúk í ferskan aspas, finnst hann æði.  Svo þarf ekki mikið að gera til að gera eitthvað jummý úr honum, love it :-)

Svona geri ég:

Allt hráefnið í sósuna er sett í skál og því blandað vel saman.  Geymt í kæli þar til á að nota hana.  Ofninn er hitaður í 210°C.  Trénuðu endarnir eru skornir af aspasinum. og hann settur á ofnplötu.  Helmingnum af olíunni er drussað yfir hann og honum velt vel uppúr henni, saltað og piprað.  Panco raspinu eða brauð-mylsnunni er breyft yfir aspasinn og restinni af olíunni er drussað yfir.  Bakað í ca. 10-12 mín., þar til hann er meyr en enn svolítið stökkur og mylsnan er gyllt og falleg.  Passa að ofsteikja hann ekki.  Borinn fram með sósunni og ísköldu Prosecco :-)

Verði þér að góðu :-)

Elska aspas 🌿🌱