Tígrisrækjur með zucchini

Það sem til þarf er:

f. 4

2 tsk. Dijon sinnep

Rifinn börkur af 1 sítrónu

2 msk. sítrónusafi

1/3 bolli extra virgin ólífuolía

1 lítið rautt chili, fræhreinsað og saxað

1 tsk. ferskt saxað majoram

1 msk. fersk saxað basil

Salt og nýmalaður svartur pipar

750 gr. risarækja

2 zucchini í þykkum sneiðum

Snittubrauð

Olía til að pennsla með

Hvort sem þú ert að leita að léttum skelfiskrétti til að setja á grillið í sumar og borða útí garði með kalt hvítvín í glasi, eða góðan og léttan föstudagskvöldverð á huggulegu vetrarkvöldi, skaltu ekki leita lengra, hann er fundinn :-D

Svona er þetta:

Dressingin er búin til fyrst, með því að blanda saman sinnepi, sítrónuberki og safa, olíu, chili, majoram, basil, salti og pipar.  Þetta er lagt til hliðar og látið bíða á meðan þú steikir eða grillar (þetta er mjög gott grillað úti, þegar veður er til þess) zucchiníið og rækjurnar.  Þú skerð zucchiíið í þykkar sneiðar og grillað á báðum hliðum á grilli eða grillpönnu þar til það byrjar að meyrna, saltað og piprað.  Svo er það skorið í tvennt, langsum og sett útí skálina með dressingunni.  Sama er gert við rækjurnar þær eru steiktar á grilli eða grillpönnu þar til bleikleitur blær kemur á þær, þá er þeim snúið og steiktar á hinni hliðinni þar til þær eru orðnar bleikar í gegn.  Þeim er síðan bætt útí dressinguna og öllu blandað vel saman.  Borið fram með grilluðu snittubrauði sem búið er að pensla með ólífuolíu og jafnvel nudda með hvítlauk.

Verð þér að góðu :-)

       Mæli með þessum 🥒🦐