Lax með grískri jógúrt og kapers og dilli

Það sem til þarf er:

f. 4

70 gr. grísk jógúrt

1 msk. Dijon sinnep

Svartur pipar

Fín rifinn börkur af 1/2 sítrónu

1 msk. saxað ferskt dill

1/2 msk. gróf saxaður kapers

1/2 miðlungs laxaflak

Léttur og góður hversdags fiskréttur :-)

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 200°C. Laxinn er beinhreinsaður, ef hann er það ekki frá fiskkaupmanninum. Sinnepi, sítrónuberki, kapers, pipar og dilli er blandað útí jógúrtina. Laxinn er saltaður og síðan er jógúrtblöndunni smurt á flakið. Það er bakað í ofninum í 12-15 mín., eða grillað úti, sem er mjög gott, en þá er best að setja flakið í fiskiklemmu svo það sé betra að snúa því. Kartöflur, gott salat og sítrónubátar er það eina þem þarf með.

Verði þér að góðu :-)

Gott alla daga..