Jóla sinnep

Það sem til þarf er:

1-2 meðalstórar krukkur

100 gr. sætt sinnep

400 gr. Dijon sinnep

2 msk. Colmans sinnep

150 - 200 gr. púðursykur

1/2 msk. eplaedik

1/2 tsk. malaður negull

1 1/2 msk. kanell

1 tsk. salt

1 cl Jóla Brennivín

Meðlæti, t.d.:

Mjög bragðgott sinnep, sem hægt er að nota með svo mörgu,  en sérstaklega gott með 12 tíma gröfnum laxi.

Svona geri ég:

Öllu blandað saman í pott og látið malla við lágan hita í 20 mín., kryddað og smakkað til. Sett í fallegar krukkur og kælt. Ca. 2 meðalstórar krukkur, geymist í kæli.

Verði þér að góðu :-)

Hátíðleg 🧑🏻‍🎄