Steikt hvítkál með beikoni

Það sem til þarf er:

f. 4-6

10 sneiðar bacon, skorið í bita

1 stór laukur, saxaður

2 hvítlauksrif, marin

1 hvítkálshaus, skorið í þunnar ræmur, stilkurinn og kjarninn skorinn frá og hent

1 tsk. salt

1 tsk. pipar

1/2 tsk. pipar

1/2 tsk. laukduft

1/2 tsk. hvítlauksduft

1/8 tsk. paprikuduft

Ca. peli rjómi, ef vill

Ég var að velta fyrir mér hvaða meðlæti ég ætti að hafa með útigrilluðu pupusteikinni hans Gujóns. Þessi uppskrift kom mér verulega á óvart, meiriháttar.

Svona gerði ég:

Baconið er steikt í 10 mín. á meðalhita. Þá er lauk og hvítlauk bætt á pönnuna og steikt í aðrar 10 mín. Hvítkálið er næst á pönnuna og það steikt þar til það byrjar að meyrna þá er kryddað og kalið látið malla rólega á pönnunni í 30 mín.

Rjóminn:

Svo er það spurningin um rjómann. Ég setti rjóma í helminginn af kálinu (það voru gikkir við borðið ) og sleppti því í hinum helmingnum, bæði er gott. Mér finnst sniðugt að setja rjómann útí ef maður er ekki með sósu með kjötinu, sem ég var ekki með, en mundi sleppa því annars, þitt er valið.

Verði þér að góðu :-)

Steikt hvítkál með beikoni
Grilluð purusteik

Algjört nammi!