Kampavíns krem

Það sem til þarf er:

F. 4

3 dl rjómi

4 msk. flórsykur

2 dl kampavín eða freyðivín

Meðlæti:

Tilbúnar franskar makrónur

Franskt, lekkert og nett. Ef þig vantar punktinn yfir i-ið, þá ertu búin að finna hann. Ótrúlega góður og einfaldur eftirréttur eftir góða máltíð. Mér finnst ekki taka því að búa hann til fyrirfram, það er svo lítið mál að gera hann. Ég hef prófað það, kremið missir örlítið af loftinu á því að bíða í nokkrar klst., en það er samt ekkert verra, svo þú velur hvað hentar þér. Ef þú ert snilli og bakar þínar eigin makrónur, eru þær frábærar með. Ég læt mér nægja að kaupa þær í búðinni, hef aldrei nennt að búa þær til.

Svona geri ég:

Rjóminn er þeyttur með flórsykrinum, þar til hann myndar létta toppa. Þá er kampavíninu eða freyðivíninu hellt útí rjómann og þeytt áfram þar til rjóminn myndar toppa aftur. Sett með skeið í falleg glös og borið á borð með frönskum makrónum.

Verði þér að góðu :-)

DeLux 🥂