Smábrauð með fennel og anís

Það sem til þarf:

5 tsk. þurrger

4 dl léttmjólk

1 dl ólívuolía

1 egg

1 tsk. salt

1 tesk. sykur

1 tsk. fennelfræ

½ stjörnuanís mulinn í morteli

1/8 tsk. hjartarsalt

8 dl spelt

2-3 dl hveiti

Þessi smábrauð eru mjög auðvelt að baka. Þau eru með mildu anisbragði og fara vel með súpum og mat eða bara í morgunmat með osti og smjöri, svo er gott að eiga þau í frystinum :-)

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 220°. Mjólk og olía hitað þangað til það er vel volgt eða um 37°C. Eggið er svo þeytt útí, síðan bætt við salti, sykri, fennel og anís. Mjöli, geri og hjartarsalti er blandað saman í skál og mjólkurblöndunni er svo hrært saman við. Hnoðaðu deigið þangað til það hangir vel saman, og láttu það hefast í tvöfalda stærð í lokaðri skál. Síðan er deigið hnoðað upp og skipt í tvo hluta sem þú rúllar í lengjur og skiptir hverri í 10 hluta. Hver kúla er hnoðuð í sprungulausa bollu, sem þú fletur síðan út í þykka aflanga köku sem þú vefur svo saman. Brauðin eru svo sett á plötu með smjörpappír á, með samskeytn niður og látin hefast í 30 mín. undir klút. Svo eru skornir 2 litlir skáskurðir í þau og penslað með vatni. Bökuð í um 10 mín. Góð til að eiga í frystinum.

Verði þér að góðu :-)

Anís og fennel Oooh..