Musli & marin hindber

Það sem til þarf er:

Grísk jógúrt

Í múslið:

80 gr. grófir hafrar

5 msk. venjulegir hafrar

100 gr. möndluflögur

50-100 gr. grófar kókosflögur

4 msk. graskersfræ

4 msk. sólblómafræ

1 1/2 msk. kanell

5-6 msk. hlynsýróp

Marin hindber:

300 gr. frosin hindber, afþýdd

1/2 dl nýpressaður appelsínusafi

Einfaldara en ég veit ekki hvað og mjög gott, svo eru góða líkur á að þú eigir næstum allt sem þarf í það. Það er líka hægt að leika sér með fræin og hneturnar eftir því hvað til er í skápunum. Þessar litlu litríku krukkur eru upplagðar á brönsborðið.

Svona geri ég:

Muslið: Rúmgóð panna er hituð á meðalhita. Hafrarnir, möndlu-flögurnar, kanellinn og fræin, eru ristuð varlega á pönnunni þar til hafrarnir verða aðeins gylltir og fræin fara að "poppa", muna að hræra oft í pönnunni á meðan. Þá er hlynsýrópinu hellt yfir og allt hrært vel saman, svo það blandist vel og húði allt á pönnunni. Tekið af hitanum og hellt á grunnan bakka eða plötu og látið kólna mjög vel. Geymist í lokuðu boxi í 1-2 mánuði.

Hindberin: Appelsínusafanum og helmingurinn af berjunum, eru marin létt saman með gaffli, svo er restinni af berjunum blandað varlega saman við svo þau haldist heil. Gríska jógúrtin er hrærð upp og skömmtuð í glös eða skálar og nokkrar skeiðar af berjunum settar ofaná, að lokum kemur svo muslið. Ekkert mál að gera glösin tilbúin ca. 1 klst. áður en gestirnir koma ef það á að setja þau á brönsborðið.

Verði þér að góðu :-)

Dásameg byrjun á deginum 🍒🫐