Fiskur í sítrónu smjörsósu

Það sem til þarf er:

F. 4-5

6-8oo gr. þorskhnakkar

Hvítlauksduft

Sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

Smjör til að steikja uppúr

Sítrónu smjörsósa:

60 gr. smjör

2 msk. ferskur sítrónusafi

1/2 tsk. hvítlauksduft

Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Meðlæti:

Salat að eigins vali

Soðnar kartöflur ef þú vilt

Mjög góð uppskrift sem er mjög einföld og þarf ekki mikið í, það eina sem þarf með fisknum, er gott salat og kartöflur ef þú vilt.

Það sem til þarf er:

Fiskurinn er snyrtur og skorinn í hæfilega bita. Hann er þerraður mjög vel með eldhúspappír og kryddaður með salti, pipar og hvítlauksdufti. Rúmgóð panna er hituð á meðal háan hita og þegar smjörið er bráðið er fiskurinn steiktur í 3-4 mín., eða þar til freyðir meðfram jöðrunum og fiskurinn er farinn að hvítna upp með hliðunum, þá er honum snúið og steiktur áfram í 3-4 mín., eða þar til hann er rétt gegn steiktur. Það er gott að ausa smjörinu sem er á pönni, yfir fiskinn á meðal hann er steiktur. Tekinn af pönnunni, ekki þrífa hana, og settur á fat og haldið heitum með álpappírsloki á meðan þú býrð til sósuna. Á sömu pönnu og fiskurinn var steiktur á, er smjörið í sósuna brætt, sítrónusafa bætt út á pönnuna, ásamt kryddi og látið malla í smá stund, þangað til smjörið fer að dökkna, án þess að brúnast. Sósunni er hellt í sósukönnu í gegnum sigti og hratinu hent. Fiskurinn er borinn heitur á borð með sósunni og meðlæti.

Verði þér að góðu :-)

Ljúffengur hversdagsmatur 🍋🍀