Grasker, spínat og feta pæ

Það sem til þarf er:

f. 2-3

1 butternut squash (ca. 1 kg), skrælt, fræhreinsað og skorið í 2 cm. bita

2 rauðlaukar skornir í geira

1 tsk. chili flögur

Salt og svartur pipar

400 gr. spínat

1/2 krukka feta ostur, geyma olíuna til að pensla deigið með

1 pakki filo deig

Meðlæti:

Uppáhalds salatið þitt

Lauflétt máltíð, en full af bragði og næringu. Frábær sem hádegisverður léttur kvöldmatur eða hluti af brönsborði.

Svona gerum við:

Ofninnn er hitaður í 220°C. Graskerið, laukur og chili flögurnar eru sett í smurt eldfast fat og kryddað með salti og pipar. Bakað í 20 mín., eða þangað til graskerið er meyrt og byrjað að brúnast á köntunum. Á meðan er spínatið sett í stórt sigti og sjóðandi vatni hellt yfir og allur vökvi kreistur úr því. Fatið er tekið úr ofninum og spínatinu og feta ostinum er blandað samanvið grasker og lauk. Deigið er lagt í krumpum yfir og penslað með feta olíunni og bakað áfram í 15 mín., eða það til deigið er gyllt og stökkt. Borið fram með salati ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Sumarlegt og gott!