Kúrbítssalat með myntu og sítrónu

Prentvæn útgáfa

Það sem til þarf er:

f. 4

1/2 rauðlaukur, þunnskorinn

Börkur og safi af 1/2 sitrónu

1 kúrbítur, skorinn mjög þunnt eftir lengdinni

Handfylli af myntulaufum, rifin eða söxuð

2 msk. af ólífu olíu

Það er sama hvort það er gamla góða kjúklingabringan sem ég baka í ofninum eða fiskurinn, þá er þetta salat það sem mér finnst alltaf gefa þessum hverdagsmat þetta aðeins extra. Ég notaði salatið með ofnbökuðum keiluhnökkum, sem ég bakaði í ofni í ca. 12-14 mín., og hafði ofnbakaða sætkartöflubáta með, einfalt og lítið mál.

Svona er salatið gert:

Sítrónusafanum er hellt yfir rauðlaukinn, saltað og piprað, látið standa í 10 mín. Kúrbíturinn er skorinn eftir lengdinni í mjög þunnar langar sneiðar, mandólín er gott ef þú átt það, annars er beittur ostaskeri fínn líka. Kúrbítnum er síðan blandað saman við laukinn, ásamt sítrónuberki, myntu og olíu. Öllu blandað varlega saman.

Verði þér að góðu :-)

Ferskt og fagurt!