Marenshringur með heimagerðum rjómaís og ferskum berjum

Það sem til þarf er:

f. 5-6

Í marenshringinn:

4 eggjahvítur

10 msk. sykur

Salt á hnífsoddi

1 tsk. hvítvínsedik

Í ísinn:

4 eggjarauður

1 peli rjómi, þeyttur

1 tsk. vanilla

4 msk. sykur

Ég veit ekki hvað ég er búin að borða marga svona í gegnum tíðina og það verður aldrei leiðinlegt :-)  Þetta er mömmu specialty, enginn bakar betur en hún.  Ég plataði hana um uppskriftina.

Svona gerir hún:

Ofninn er hitaður i 175°C. Bökunarpappír er settur á plötu, undirskál er sett á miðjuna á pappírnum og strikaður eftir henni hringur.  Eggjahvíturnar eru þeyttar þar til þær mynda létta toppa, þá er sykri bætt við ein skeið í einu, að lokum salti og ediki.  Massinn er síðar settur með stórri skeið utan á hringiunn sem þú teiknaðir á bökunarpappírinn.  Bakaður í 30 mín., þá er skökkt á ofninum og hringurinn látinn stand í honum í 10-15 mín.  Þegar hringurinn kólnar fellur hann aðeins.

Ísinn: Rjóminn er þeyttur og geymdur.  Rauður, vanilla og sykur er þeytt létt og ljóst og blandað saman við rjómann.  Sett í gott plastílát og fryst.  Það er gott að taka ísinn úr frysti 30 mín. áður en þú ætlar að bera hann fram og láta hann bíða í ísskáp.  Marenshrigurinn er settur á tertudisk og fylltur með góðum heimagerrðum rjómaís eða þeim best sem þú getur keypt og ferskum berjum.

Verði þér að góðu :-)

Svo góður og fallegur á borði 🤩