Kalkúnaskinka og ostur með pikkluðu rauðkáli

Það sem til þarf er:

F. 1

2 sneiðar gott hvítt samlokubrauð

Nokkur salatlauf

2 sneiðar kalkúnaskinka

2 sneiðar samlokuostur

Þunnar sneiðar af sætum hvítum lauk

3 sneiðar tómatar

½ avokado í sneiðum

1 bolli rauðkál, í þunnum sneiðum,

2 msk. hvítvínsedik

2 msk. sykur

¼ tsk. salt

Japanskt majónes

Grókorna sinnep

Sweet chili sósa

Ertu ekki spennt að fara í skemmtilega ferð með gott nesi í pokanum á bakinu, það er ég allavega? ÞÞaðð er fátt skemmtilegra en að setjast á stein og sökkva tönnunum í gómsæta samloku, jummý. Ég lofa að þessi elska svíkur þig ekki. endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Byrja á að setja rauðkálið í skál og blanda saman við edik, sykur og salt, hrært í því nokkrum sinnum, marinerað ca. 5 mín. Á meðan eru brauðsneiðarnar báðar smurðar með majónesi, önnur svo með grófkorna sinnepi og hin með þunnu lagi af Sweet chili sósu. Salatlaufin eru sett á aðra brauðsneiðina, síðna er raðað ofan á, skinu og osti til skiptis, lauksneiðar, tómatar og avokado. Vökvanum er hellt af rauðkálinu og því pakkað inn í stórt salatlauf og sett ofan á og svo toppað með hinni brauðsneiðinni. Pakkað þétt inn í smjörpappír.

Verði þér að góðu :-)

Ég fer í fríið.....🌼🍃