Þorskhnakkar með sveppamúss og hvítvínssoðunum rauðlauk

Það sem til þarf er:

f. 4

6-700 gr. þorskhnakkar

600 gr. mjölmiklar kartöflur

1 box sveppir í sneiðum (mér finnast kastaníu sveppir góðir í þetta)

Tæplega 1 dl rjómi  (eða matreiðslurjómi)

4 rauðlaukar

Smjör

Hveiti

2-3 dl hvítvín

Kjúklingakraftur

Múskathneta

Salt og pipar

Við Guðjón fórum í hádegismat á veitingastað við Reykjavíkurhöfn um daginn og fengum okkur fiskrétt dagins, sem var svo góður að ég reyndi að endurgera hann heima.  Hér er útkoman, ég var mjög ánægð með hana :-)

Svona gerði ég:

Laukurinn er skorinn í sneiðar og steiktur á lágum hita í smjöri, þar til hann byrjar að meyrna.  Þá er nokkrum dropum af fljótandi kjúklingakrafti, salti, pipar og ca. 2-3 dl af hvítvíni bætt á pönnuna og látið malla þar til mest af vökvanum er gufað upp.  Kartöflurnar eru soðnar og síðan maukaðar með kartöflustappara.  Þá er rjómanum og 1 msk. smjöri, smávegis af rifinni múskathnetu, salti og pipar hrært útí.   Sveppirnir eru steiktir á pönnu í 1 msk. af smjöri og að lokum bætt við mússina.  Þorskhnakkarnir eru snyrtir og skornir í þykkar sneiðar.  Þú ræður hvort þú veltir fisknum uppúr hveiti, kryddar og steikir hann á pönnu í blöndu af olíu og smjöri eða ef þú vilt minnka hveiti og smjör, þá hitar þú ofninn í 180°C, sleppir því að velta fisknum uppúr hveitinu og bakar hann í 12-15 mín., eftir stærð bitanna.  Mér finnst gott að krydda með kryddi sem heitir "Best á fiskinn", salti og pipar. 

Verði þér að góðu :-)

Þessi er ÆÐI 👑