Parmaskinku vafinn aspas með Hollandaise sósu

Það sem þarf til er:

F. 6

24 stk. grænn ferskur aspas

12 sneiðar hráskinka

Ólívu olía

Klettasalat

Parmesan ostur

Hollandaise sósa:

200 gr. smjör

3 stk. eggjarauður

1 tsk. Dijon sinnep

1 stk. kjúklingskraftsteningur

1 stk. sítróna, safinn

Salt og nýmalaður svartur pipar

Meðlæti:

Ristað brauð

Smjör

Mamma bauð upp á þennan dásamlega góða forrétt í páskaboði um daginn. Ég hvet þig til að prófa hana, en þessi frábæra uppskrift er úr bókinni Landsliðsréttir Hagkaupa, bls. 23, fáránlega góður réttur.

Svona gerir mamma:

Aspasinn: Skrælið neðsta hluta aspas stönglanna og sjóðið þá í saltvatni í 2 mín., skolaðir með köldu vatni og settir til hliðar. Hráskinkan er skorin í tvennt og vafið utanum 2 aspas stöngla. Olían er hituð á pönnu og bögglarnir snöggsteiktir á báðum hliðum.

Sósan: Smjörið er brætt í potti. Pískið eggjarauður, sinnep og klípu af kjúklingakrafti saman í skál þar til blandan er létt og freyðandi. Hellið smjörinu í mjórri bunu út eggjablönduna og gætið þess að þeyta í allan tímann. Smakkið sósuna til með sítrónusafa, saltað og piprað. Sett á disk með klettasalati og sköfnum. Parmesan osti, það er ekki verra að hafa ristað brauð með. Ferskt og svolítið crispy hvítvín eða freyðivín eða dásamlegt með .

Verði þér að góðu :-)

Dásmlegt🥂🌿💛