N Y Downtown egg & Bloody Mary kryddsósu
Það sem til þarf er:
f. 4
Í Bloody Mary kryddsósuna:
4 dl tómata passata
2 msk. Worchestershire sauce
1 msk. rifin piparrrót
1/2 tsk. sojasósa
1/2 tsk. kúmen
1 msk. sítrónusafi
Í latkes kökur:
500 gr. kartöflur, rifnar á grófu rifjárni
1 laukur, rifinn á grófu rifjárni
2 egg
2 msk. hveiti
Olía til að steikja úr
Ofaná latkes kökurnar:
8 egg
1 pakki reykt silkiskorin skinka
New York, borgin sem aldrei sefur, Stóra Eplið og svo frv. ;-D Kaffihúsin og veitingastastaðirnir Downtown, eru æði. Værir þú ekki til í að fá þér steiktar kartöflulatkes, poached egg og spicy Bloody Marysósu =D og ef þannig stæði á ískalda Mímósu
Vindum okkur í undirbúninginn:
Sósugerð: Passatasósunni er hellt í pott, ásamt kryddi- og sósum. Látið malla rólega í smástund.
Latkesgerð: Kartöflurnar og laukrinn er rifinn á grófu rifjárni í skál og síðan blandað saman. Sett í hreinan klút og allur vökvi undinn úr kartöflunum, deigið má ekki vera blautt. Sett aftur í skálina og eggjum og hveiti er hrært saman við og kryddað vel með salti og pipar. Olía er hituð að meðalhita á pönnu. Deiginu er skipt í 8 hluta, það er gott að þrýst aðeins ofaná deigið og fletja það aðeins út þegar hver kaka er sett á pönnuna. Steikt í 3-4 mín. á hvorri hlið þar til þær eru gylltar og fulleldaðar, haldið heitum. Á meðan er vatn soðið í meðal-stórum potti, með salti og smá slurk af ediki. Þegar suðan er farin að rúlla er 1 egg brotið í glas og því hellt rólega í vatnið og þetta svo endurtekið með ca. 2 egg í viðbót í (ekki gott að vera með fleiri en 3 egg í einu í pottinum) og þau soðin í 4-5 mín., endurtekið þar til öll eggin eru soðin. Tekin úr pottinum með gataspaða og sett til hliðar á disk svo vatnið renni af þeim.
Samsetning: Sósan er hituð aftur, og 2 latkes kökum, með silkiskorinni skinku og eggi á hverri er raðað á 4 diska og lítið glas með Bloody Mary sósu borið fram með. Djús, kaffi eða Mímosa ef þú ert að halda upp á eitthvað ;-)