Bestu í heimi

Það sem til þarf er:

Ca. 20 stórar kökur

110 gr. smjör

100 gr. sykur

100 gr. púðursykur

120 ml. bragðlítil olía

1 lítið egg

1/2 tsk. matarsódi

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. vanilludropar

40 gr. haframjöl, sett í blandara og púlsað nokkrum sinnum

220 gr. hveiti

30 gr. kókosmjöl

20 gr. Corn Flakes, létt marðar

30 gr. valhnetur, saxaðar

25 gr. hvítt súkkulaði, saxað gróft + 1 biti á hverja köku í skraut

Einum of góðar.....ég gæti borðað þær allan daginn :-)

Svona geri ég:

Smjör og sykur er hrært létt og ljóst í hrærivél. Olíunni er hrært út í, síðan eggi og vanillu og svo er matarsóda og salti bætt út í. Hafrarnir eru settir í blandara og púlsaðir nokkrum sinnum. Höfrunum er blandað saman við hveitið og hrært vel saman við það og síðan út í deigið. Kókosmjöli, valhnetum, mörðu Corn Flakes og súkkulaði bandað saman og síðan hrært út í deigið. 1 msk. af deigið er rúllað í kúlu í lófanum og hún sett á stórt fat, endurtekið þar til allt deigið er búið. Þrýst létt ofan á hverja kúlu með lófanum, til að fletja þær aðeins út, eða nota köku stimpil. Einum súkkulaðimola er þrýst ofan á miðjuna á hverri köku. Diskurinn er settur í ísskápinn og kældur í 1 klst. Ofninn er hitaður í 180°C. 2 plötur eru klæddar með bökunarpappír og kúlunum dreift á plöturnar, síðan eru plöturnar bakaðar ein í einu í ofninum í 10-12 mín., þar til köurnar eru byrjaðar að verða gylltar á botninum. Látnar standa í smástund á plötunni, áður en þær eru teknar af henni og látnar kólna á grind. Geymdar í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlegar á aðventunni 🍂🧡