Trönuberja/engifer Bellini

Það sem til þarf er:

F. 4-5

1 flaska af góðu freyðivíni

Í engifersírópið:

1 bolli vatn

1 bolli sykur

7-8 cm biti ferskur engifer, skorinn í stóra bita

Í sykursoðnu trönuberin:

1 bolli fersk trönuber

1 bolli vatn

1/4  bolli sykur

Bellini er fallegur hátíðardrykkur sem er gaman að bjóða gestunum uppá, eða bara fyrir þig.  Sykursoðnu trönuberin er pínu súr/sæt sem er mjög gott, því síðan er blandað út í þau sæta engifersírópinu og svo toppað upp með ísköldu freyðivíni, namm.  Fallegt, hatíðlegt, gott og hægt að undirbúa daginn áður.  Endillega prófaðu!!

Svona geri ég:

Engifersírópið:  Öllu sem á að fara í engifersírópið er sett í lítinn pott og suðan látin koma upp, síðan látið malla í 1-2 mín.  Potturinn er tekinn af hitanum og látið kólna alveg með engifernum í.  Síðan eru engiferbirtarnir síaðir frá og sírópinu hellt í könnu og stungið í ísskápinn þar til á að nota sírópið.

Í sykusoðnu trönuberin:  Trönuberin, sykur og vatn, eru sett í pott, suðan látin koma upp og berin látin sjóða þar til trönuberin eru öll búin að  "poppa", ca. 5 mín., kælt og geymt í ísskápnum þar til á að nota þau.  

Sett saman:  2-3 tsk. af sykursoðnum trönuberjum sett í kampavínglas, góð skvetta af engifersýrópi er hellt yfir og svo toppað varlega  upp með köldu freyðivíni.

Verði þér að góðu :-)

Cin cin 🎊🥂🍾