Appelsínu sósa

Það sem til þarf er:

F. 4

3 appelsínur

1 sítróna

3 msk. sykur

0.8 dl rauðvínsedik

4.7 dl nautasoð í fernu

2 msk. Cointrau appelsínu líkjör

1- 1 1/2 tsk. appelsínumarmelaði

Sósujafnari

Dýrðleg og bragðmikil appelsínusósa, sem passar frábærlega með steiktum andabringum eða heilli steiktri önd, eins og Duck à l'Orange, er eitthvað betra. Ef þú hefur ekki fengið hana skaltu veita þér þá ánægju við fyrsta tækifæri. Þessi sósa er svakalega góð og ekki flókin.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Börkurinn af appelsínunum og sítrónunni er burstaður vel með bursta, undir bunu af köldu vatni, til að hreinsa hann vel.  Börkurinn er skafinn af með þar til gerðu járni, ef þú átt það ekki er hann skorinn í mjög þunnar ræmur og passa að ekkert af hvítu himnunni komi með, hún er beisk.  Vatn er sett í lítinn pott og suðan látin koma upp, þá er börkurinn settur í pottinn og hann soðinn í 5 mín.  Þá er hann síaður í sigti og sigtið sett í kalt vatn í skál til að kæla hann.  Safinn er pressaður úr appelsínunum, þú þarft 2.4 dl af safa (ekki nota safa úr fernu, hann er of súr).  Sykurinn er settur í pott áamt rauðvínsedikinu og það er látið sjóða niður í síróp.  Soðið er sett út í pottinn og appelsínusafinn er settur  út í og látið sjóða niður um helming, hratið sem kemur á upp á yfirborðið, er veitt upp úr og hent.  Þegar öndin er steikt er fitunni hellt frá henni hellt af og sósunni hellt á pönnuna til að ná upp góða bragðinu sem er af öndinni.  Suðan látin koma upp, síðan er potturinn tekinn af og sósunni hellt í gegnum sigti, sett í pott aftur, suðan látin koma upp og þykkt með smávegis sósujafnara.  1 tsk. af appelsínu marmelaði og börkurinn settur út í.  Borin á borð með andakjöti.

Verði þér að góðu ;-)

Úlala... dýrðlegur réttur 🦆🍊